Fréttir | 28. ágú. 2016

Þjóðræknisþing

Forseti flytur ávarp á Þjóðræknisþingi í Reykjavík. Þingið var fjölsótt og meðal áheyrenda og fyrirlesara voru góðir gestir af íslenskum ættum úr Vesturheimi. Í ræðu sinni minnti forseti á nauðsyn þess að rækta samband okkar við Vestur-Íslendinga. Jafnframt ræddi hann um þann mikilvæga greinarmun sem gera verður á þjóðrækni og þjóðrembu. Mynd (ljósmyndari: Kent Lárus Björnsson). Ávarp forseta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar