Fréttir | 07. okt. 2016

Gestir frá norðurslóðum Rússlands

Forseti á fund með ríkisstjóra Yamalo-Nenets ásamt sendinefnd þaðan og frá fleiri norðurhéruðum Rússlands og embættismönnum. Á fundinum var m.a. rætt um þann vanda sem skapast þegar túndra bráðnar en fjöldi húsa á þessum norðlægu svæðum er í raun byggður á ís. Einnig var vikið að gasflutningum með skipum, sem sérhæfð eru til slíkra flutninga í Íshafinu, en Yamalo-Nenets er eitt afkastamesta gasframleiðslusvæði heims. Myndir.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar