Fréttir | 18. nóv. 2016

Barnaheill

Forseti er viðstaddur hátíðarathöfn Barnaheilla. Þorgrími Þráinssyni rithöfundi var veitt viðurkenning samtakanna árið 2016 og um leið var minnst mannréttindadags barna sem er 20. nóvember ár hvert (í ár var haldið upp á hann tveimur dögum fyrr, á virkum degi). Í ávarpi minnti forseti á þá meginskyldu siðaðs samfélags að vernda saklaus börn í veröldinni. Sú skylda byggir á siðferðisgildum, kristnum kærleik og öðrum trúarboðskap og ekki síst lögum og reglum. Minnti forseti þar sérstaklega á skýr ákvæði barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur hefur verið hér á landi. Ávarp.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar