Fréttir | 18. nóv. 2016

Rauði krossinn

Forsetahjón heimsækja höfuðstöðvar Rauða krossins í Reykjavík, kynna sér starfsemi hans, ræða við starfsfólk og hlýða á erindi um tvö brýn mál samtakanna: aðstoð við flóttafólk og viðbrögð við hugsanlegu Kötlugosi. Í ávarpi minnti forseti einmitt á mikilvægi mannúðar í samfélaginu og nauðsyn þess að við Íslendingar séum ætíð vel undir það búnir að bregðast við náttúruhamförum. Að fróðlegri heimsókn lokinni leystu liðsmenn Rauða krossins forsetahjónin út með góðum gjöfum. Mynd.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar