Fréttir | 11. jan. 2017

Fundur með Freyju Haraldsdóttur

Forseti á fund með Freyju Haraldsdóttur, talskonu samtakanna Tabú um málefni fólks með fötlun eða þroskaskerðingu. Einkum var rætt um NPA, notendastýrða persónulega aðstoð, og kosti þeirrar leiðar til að tryggja sjálfsögð mannréttindi íbúa landsins. Í því ljósi var því fagnað að í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er lofað að lögfesta NPA og styðja auk þess dyggi­lega við inn­leiðingu á samn­ingi Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi fatlaðs fólks.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar