Fréttir | 17. jan. 2017

Opinber heimsókn

Dagana 24.-26. janúar verða forseti og forsetafrú í opinberri heimsókn í Danmörku í boði Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Dagskrá heimsóknarinnar má finna hér. Samkvæmt venju og hefð er fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur. Sveini Björnssyni auðnaðist ekki að halda utan en Ásgeir Ásgeirsson hélt í sína heimsókn 1954, Kristján Eldjárn 1970, Vigdís Finnbogadóttir 1981 og Ólafur Ragnar Grímsson 1996. Fréttatilkynning frá embætti forseta um ferðina (18. janúar 2017).

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar