Fréttir | 12. mars 2017

Ferðafélag Íslands

Forseti Íslands flytur hátíðarávarp á háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands. Til viðburðarins var boðað vegna 90 ára afmælis félagsins. Heimsþekktir fjallagarpar frá Austurríki, Gerlinde Kaltenbrunner og Peter Habeler, ræddu um klifur sín á hæstu tindi veraldar og aðrar svaðilfarir. Læknarnir Ólafur Már Björnsson og Tómas Guðbjartsson sýndu myndir og sögðu frá ferðum að náttúruperlum í óbyggðum Íslands. Þá flutti Jóhanna Helgadóttir ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum og Tómas Andri Ólafsson las óð Pálma Hannessonar til víðerna Íslands. Í ávarpi sínu árnaði forseti Ferðafélagi Íslands allra heilla og minnti á mikilvægi náttúruverndar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar