Fréttir | 14. mar. 2017

Leiðarljós

Forseti Íslands og forsetafrú kynna sér starfsemi stuðningsmiðstöðvarinnar Leiðarljós í Reykjavík. Miðstöðin er ætluð fjölskyldum barna með sjaldgæfa, alvarlega og langvinna sjúkdóma. Forsetahjónin ræddu við starfsfólk og stjórn, auk foreldra og barna sem njóta góðs af starfsemi Leiðarljóss.