• Forseti ásamt Kim Pate og fylgdarfólki hennar frá Kanada.
Fréttir | 05. júlí 2017

Frumbyggjar, betrun, jafnrétti

Forseti á fund með Kim Pate, öldungadeildarþingmanni í Kanada. Pate er lögfræðingur að mennt og hefur sérhæft sig í málefnum og réttindum fanga í heimalandi sínu, ekki síst kvenna og frumbyggja. Á fundinum var meðal annars rætt um jafnréttismál í Kanada og á Íslandi, stöðu frumbyggja í Kanada og framtíðarhorfur, og ýmis sjónarmið um betrun, glæpi og refsingu í velferðarsamfélagi. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar