Fréttir | 12. okt. 2017

Alþjóða veðurstofan

Forseti á fund með framkvæmdastjóra Alþjóða veðurstofunnar (WMO), Petteri Taalas, á Bessastöðum. Á fundinum var m.a. rætt um hnattrænar veðurbreytingar og hvernig þær birtast með skýrum hætti á norðurslóðum. Á nokkrum áratugum hefur hafísinn í norðri minnkað um tvo þriðju að sögn Taalas og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Fundinn sátu einnig Árni Snorrason veðurstofustjóri og Hafdís Karlsdóttir framkvæmdastjóri hjá Veðurstofu Íslands.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar