Fréttir | 08. nóv. 2017

Erasmus+

Forseti sækir afmælishátíð Erasmus+, styrkjaáætlunar Evrópusambandsins fyrir mennta-, æskulýðs- og íþróttamál. Íslendingar hafa notið góðs af þessu framtaki; frá upphafi samvinnu af þessu tagi hafa nær 30.000 manns hérlendis fengið styrki til að nema, þjálfast og efla sig á aðra lund í öðrum löndum sem eiga aðild að áætluninni og fyrri verkefnum af sama meiði. Forseti flutti ávarp og afhenti Lunga heiðursviðurkenningu fyrir merkt framlag til samfélagslegrar sjálfbærni.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar