Fréttir | 04. des. 2017

Hvatningarverðlaun ÖBÍ

Forseti afhenti hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands á hátíðarsamkomu þess. Í flokki einstaklinga hlaut Hlín Magnúsdóttir verðlaunin fyrir eldmóð og frumkvæði að fjölbreyttum kennsluaðferðum fyrir fatlað fólk. Í flokki fyrirtækja og stofnana varð TravAble fyrir valinu; app sem verið er að þróa og mun veita upplýsingar um aðgengi á hinum ýmsu stöðum. Loks hlaut RÚV verðlaun í flokknum umfjöllun/kynningar fyrir að sýna og kynna þættina Með okkar augum þegar margir landsmenn eru límdir við skjáinn. Forseti Íslands er verndari hvatningarverðlaunanna. Þeim er ætlað að varpa verðskulduðu ljósi á þá sem hafa með jákvæðum hætti stuðlað að „einu samfélagi fyrir alla“, svo vitnað sé til einkunnarorða Öryrkjabandalagsins. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar