Fréttir | 24. feb. 2017

Hull

Forseti Íslands tekur á móti fulltrúum Sjóminjasafnsins í Hull, háskóla borgarinnar og fyrrverandi togarasjómönnum frá borginni. Gestirnir komu til skrafs og ráðagerða við stjórnendur Borgarsögusafns Reykjavíkur, Hollvinasamtök Óðins og fleiri. Til stendur að vinna saman að því að halda á loft minningum um fiskveiðar Breta hér við land öldum saman. Sjómennirnir í hópi gestanna sóttu allir á Íslandsmið á sínum tíma og kunnu sögur af átökum á tímum þorskastríða, missi félaga og ættingja í skipssköðum og stundum þegar skip voru í hafsnauð og allir lögðust á eitt um að verða að liði, íslenskir og breskir sjómenn.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar