• Ljósmyndir/Gunnar Vigfússon
  • Ljósmyndir/Gunnar Vigfússon
Fréttir | 01. sep. 2021

Sendiherra Danmerkur

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Danmerkur, Kirsten R. Geelan, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um samskipti Íslands og Danmerkur í áranna rás, stöðu dönskukunnáttu á Íslandi og framtíðarhorfur í þeim efnum. Þá var rætt um samkomulag ríkjanna um íslensku handritin og mikilvægi þeirra fyrir samnorrænan menningararf. Að lokinni afhendingu trúnaðarbréfs var boðið til móttöku fyrir embættismenn og aðra sem sinna samskiptum Íslands og Danmerkur.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar