Fréttir | 30. ágú. 2022

Banks og Solander

Forseti býður þátttakendum og skipuleggjendum málþings um vísindaferð Banks og Solanders til hátíðarstundar á Bessastöðum. Sir Joseph Banks leiddi fyrsta breska vísindaleiðangurinn til Íslands árið 1772, ásamt nánasta samstarfsmanni sínum, sænska grasafræðingnum Daniel Solander. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og sænska sendiráðið minnast þess með málþingi að 250 ár eru liðin frá þessum leiðangri.

Þann 30. ágúst 1772 snæddu Banks og Solander kvöldverð á Bessastöðum, en Norðmaðurinn Lauritz Andreas Andersen Thodal var þá stiftamtmaður á Íslandi og bjó á Bessastöðum. Til að minnast þessara tímamóta var skipuleggjendum málþingsins boðið til málsverðar á Bessastöðum þar sem byggt var á matseðli frá Íslandsferð þeirra 250 árum fyrr.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar