Fréttir | 22. jan. 2023

Minningarstund á Patreksfirði

Ávarp forseta er flutt við minningarstund á Patreksfirði. Í dag eru rétt 40 ár liðin frá krapaflóðum sem urðu fjórum að aldurtila og ollu miklu tjóni. Til stóð að forseti tæki þátt í viðburðinum ásamt fulltrúum Landhelgisgæslunnar. Varðskipið Freyja var á leið vestur með forseta innanborðs þegar beiðni um aðstoð kom frá Hrafni Sveinbjarnarsyni GK sem varð vélarvana á Halamiðum. Freyja hélt þegar á vettvang en forseti sendi hlýjar kveðjur til Patreksfirðinga og var ávarp hans flutt við minningarathöfnina. Ávarpið má lesa hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar