Fréttir | 28. mars 2024

Sögufélag Ísfirðinga

Forseti flytur erindi og situr aðalfund Sögufélags Ísfirðinga. Fundurinn var haldinn í Safnahúsinu á Ísafirði. Erindi forseta bar titilinn „Vestfirðingar og útfærsla fiskveiðilögsögunnar á síðustu öld." Rakti forseti þar atbeina Vestfirðinga í landhelgismálum auk samskipta og átaka við Breta í þorskastríðum og öðrum erjum.

Sögufélag Ísfirðinga hefur verið starfrækt frá miðri síðustu öld. Markmið þess er að safna, varðveita og miðla sögulegum fróðleik um Vestfirði, einkum Ísafjarðarsýslu, að fornu og nýju. Félagið gefur út ársrit og önnur verk eftir föngum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar