• Ljósmynd: Jürgen Randma
  • Ljósmynd: Lennar Meri Conference
  • Ljósmynd: Lennar Meri Conference
  • Ljósmynd: Lennar Meri Conference
  • Ljósmynd: Lennar Meri Conference
  • Ljósmynd: Lennar Meri Conference
  • Ljósmynd: Lennar Meri Conference
Fréttir | 16. maí 2024

Fundur og ráðstefna í Tallinn

Forseti á fund með forsætisráðherra Eistlands í Tallinn, höfuðborg landsins. Kaja Kallas tók á móti forseta í stjórnarráðshúsi Eista á þriðja degi Eistlandsheimsóknar hans. Rætt var um farsæl samskipti ríkjanna tveggja frá sjálfstæðisheimt Eistlands árið 1991 og ítrekaði Kallas þakkir til Íslendinga fyrir frumkvæði og siðferðislegan stuðning stjórnvalda. Jón Baldvin Hannibalsson var þá utanríkisráðherra og leiddi þær aðgerðir.

Síðdegis var forseti í pallborði ásamt Kallas og fleirum á alþjóðaráðstefnu um öryggismál sem kennd er við Lennart Meri, utanríkisráðherra Eistlands við sjálfstæðisheimt og forseti landsins um árabil. Í pallborðinu var sjónum einkum beint að innrás Rússlands í Úkraínu og viðbrögðum í Evrópu frá upphafi þeirra átaka og í framtíðinni. Hægt er að horfa á umræðurnar hér.

Á fyrstu dögum heimsóknarinnar átti forseti fund með Alar Karis forseta og ferðaðist í hans fylgd um norðausturhluta Eistlands. Heimsókn forseta Íslands lýkur á morgun.

Myndasafn frá Eistlandsheimsókn forseta má sjá hér.

Pistill forseta: Styðjum Eista með ráðum og dáð.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar