• Patti Hill, alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar, og eiginmaður hennar, Greg Holmes ásamt forsetahjónum.
  • Yfirstjórn Lions á Íslandi.
Fréttir | 27. maí 2024

Alþjóðaforseti Lions

Forseti tekur á móti Patti Hill, alþjóðaforseta Lions, og yfirstjórn Lions á Íslandi. Hill er hér á landi að kynna sér hið öfluga starf Lionshreyfingarinnar. Meðal annars var rætt um nýliðið landsþing Lionsklúbba sem haldið var á Álftanesi á dögunum og mikilsvert framlag Lionsliða til góðgerðarmála og vísindarannsókna að fornu og nýju. Forseti er verndari Lionshreyfingarinnar á Íslandi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar