Fréttir | 28. maí 2024

Sendiherra Ómans

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Ómans, Bader Mohammed Bader Al Mantheri, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Forseti rakti sjónarmið Íslands á alþjóðavettvangi, áherslu á mannréttindi, virðingu fyrir alþjóðalögum, samstöðu í umhverfismálum og nýtingu grænnar orku. Þá var rætt um leiðir til að efla samskipti ríkjanna á ýmsum sviðum, ekki síst í sjávarútvegi. Loks rakti sendiherra sjónarmið Ómans í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar