Fréttir | 29. maí 2024

Gríman

Forseti er viðstaddur afhendingu Grímunnar - Íslensku sviðslistaverðlaunanna í Þjóðleikhúsinu og afhendir heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands. Í ár var Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona heiðruð fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu sviðslista. Á ríflega 45 ára starfsferli hefur Margrét Helga leikið yfir 200 hlutverk á sviði, í útvarpi, sjónvarpi og í kvikmyndum.  Lesa má um feril heiðursverðlaunahafans á vef RÚV, sem sýndi frá athöfninni í beinni útsendingu. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar