Fréttir | 01. júní 2024

Móðurmál

Forseti flytur ávarp á afmælisfagnaði Móðurmáls – samtaka um tvítyngi. Viðburðurinn var haldinn í Mjódd í Reykjavík og fagna samtökin nú 30 ára afmæli. Í máli sínu rakti forseti hvernig íslenskt samfélag hefur gerbreyst undanfarna áratugi og hversu brýnt það er að gefa fólki sem hingað flyst kost á að læra íslensku. Einnig nefndi forseti að um leið væri mikilvægt að fólk gæti haldið við því máli eða málum sem það lærði í æsku enda sé löngu staðfest að kunni fólk vel sitt móðurmál eigið það mun auðveldara en ella að nema aðrar tungur. Loks sé það auðvitað svo að margt fólk eigi tvö tungumál að móðurmáli, og jafnvel fleiri.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar