• Forseti flytur hátíðarræðu við lok Gleðigöngunnar á Hinsegin dögum í Hljómskálagarðinum Reykjavík. Ljósmynd/Sunna Ben
  • Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, Björn Skúlason, eiginmaður forseta og dóttir þeirra, Auður Ína Björnsdóttir, á útihátíð Hinsegin daga í Hljómskálagarðinum. Ljósmynd/Sunna Ben
  • Forseti ásamt skipuleggjendum Hinsegin daga. Ljósmynd/Sunna Ben
  • Forseti ásamt skipuleggjendum Hinsegin daga. Ljósmynd/Sunna Ben
  • Forseti ásamt skipuleggjendum Hinsegin daga. Ljósmynd/Sunna Ben
  • Forseti flytur hátíðarræðu við lok Gleðigöngunnar á Hinsegin dögum í Reykjavík. Ljósmynd/Sunna Ben
  • Forseti flytur hátíðarræðu við lok Gleðigöngunnar á Hinsegin dögum í Hljómskálagarðinum Reykjavík. Ljósmynd/Sunna Ben
Fréttir | 10. ágú. 2024

Gleðiganga Hinsegin daga

Forseti flytur hátíðarræðu við lok Gleðigöngunnar á Hinsegin dögum í Reykjavík. Efnt var til útihátíðar í Hljómskálagarðinum við lok gleðigöngunnar þar sem forseti ávarpaði samkomuna af stóra sviðinu. Slagorð Hinsegin daga er „Stolt er styrkur" og í ræðu sinni sagðist forseti sjaldan vera stoltari af íslenskri þjóð en þegar tækifæri gæfist til að segja sögu hinsegin fólks utan landsteinanna. 

„Staðan í heimsmálunum er snúin. Mannréttindi eiga undir högg að sækja. Við þurfum á eldhugum og baráttujöxlum að halda. Og það er mín einlæga trú að við þurfum í þeirri baráttu að tileinka okkur hætti hinsegin baráttunnar á Íslandi. Að velja mýkt í hörðum heimi. Að fagna því sem er ólíkt með okkur," sagði forseti meðal annars í hátíðarræðunni, sem lesa má í fullri lengd hér og í enskri þýðingu hér.

Þetta er í annað sinn sem forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í Reykjavík. Hið fyrra var á Hinsegin dögum árið 2016 og var það jafnframt í fyrsta sinn á heimsvísu sem þjóðhöfðingi tók opinberlega þátt í hátíð hinsegin fólks.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar