• Forseti tekur á móti Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, á Bessastöðum. Ljósmynd: Kristinn Magnússon
  • Forseti tekur á móti Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, á Bessastöðum. Ljósmynd: Kristinn Magnússon
  • Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, ritar í gestabók Bessastaða í Thomsen skrifstofu. Ljósmynd: Kristinn Magnússon
  • Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, ritar í gestabók Bessastaða í Thomsen skrifstofu. Ljósmynd: Kristinn Magnússon
  • Forseti fundar með Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, á Bessastöðum. Ljósmynd: Kristinn Magnússon
  • Forseti fundar með Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, á Bessastöðum. Ljósmynd: Kristinn Magnússon
  • Forseti fundar með Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, á Bessastöðum. Ljósmynd: Kristinn Magnússon
  • Forseti fundar með Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, á Bessastöðum. Ljósmynd: Kristinn Magnússon
  • Forseti fundar með Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, á Bessastöðum. Ljósmynd: Kristinn Magnússon
  • Forseti fundar með Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, á Bessastöðum. Ljósmynd: Kristinn Magnússon
  • Forseti fundar með Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, á Bessastöðum. Ljósmynd: Kristinn Magnússon
  • Forseti kveður Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, á Bessastöðum. Ljósmynd: Kristinn Magnússon
Fréttir | 29. okt. 2024

Forseti Úkraínu

Forseti á fund með Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, á Bessastöðum. Selenskí er hér á landi í tilefni af þingi Norðurlandaráðs sem haldið er í Reykjavík dagana 28.-31. október. Yfirskrift þingsins í ár er „Friður og öryggi á norðurslóðum“ og er forseti Úkraínu sérstakur gestur og ávarpar þingið síðar í dag. 

Norðurlönd hafa verið samstiga öðrum bandalags- og samstarfsríkjum í aðgerðum til stuðnings Úkraínu allt frá allsherjarinnrás Rússa í febrúar 2022.

Á einkafundi forsetanna, sem var þeirra fyrsti fundur, áttu forsetarnir samtal á persónulegum nótum, meðal annars um börnin sín. Þá var rætt um ástandið í Úkraínu, áhrif þess og um líðan almennra borgara í landinu. Þau ræddu um ábyrgð þeirra, sem nú fara með völd, á því að tryggja íbúum frið til framtíðar. Þá var rætt um komandi kosningar í Bandaríkjunum, þróun mála í Miðausturlöndum og í alþjóðasamfélaginu og um traust samband Úkraínu við Norðurlönd. Forseti áréttaði stuðning Íslands við Úkraínu og mikilvægi frelsis, sjálfstæðis og virðingar við alþjóðalög.

Að loknum einkafundi forsetanna var sest til tvíhliða fundar með sendinefndum þar sem meðal annars sátu Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu, og Olha Dibrova, sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi, auk ráðgjafa. Selenskí þakkaði fyrir stuðning Íslands og Norðurlanda við Úkraínu. Hann ræddi einnig um áherslu Úkraínumanna á að endurheimta úkraínsk börn sem numin hafa verið á brott til Rússlands í þúsundatali.

Á fundinum var einnig rætt um möguleika á samstarfi við enduruppbyggingu í Úkraínu, þar á meðal endurnýjanlegra orkuinnviða. Þá var rætt um upplýsingaóreiðu og varnir gegn fjölþátta ógnum í Evrópu. Loks vakti forseti máls á starfi íslensku líftækni- og stoðtækjafyrirtækjanna Kerecis og Össurar og tækifæri til frekari stuðnings þeirra við úkraínska heilbrigðisþjónustu.

Sérstök stefna um stuðning við Úkraínu var samþykkt á Alþingi 29. apríl 2024 og miðar hún að því að styðja við sjálfstæði, fullveldi, friðhelgi landamæra, öryggi borgara, mannúðaraðstoð og uppbyggingarstarf í Úkraínu. Þann 31. maí 2024 undirritaði forsætisráðherra Íslands tvíhliða samning landanna um öryggissamstarf og langtímastuðning.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar