Forseti heimsækir Samtökin '78 og tekur að sér hlutverk verndara samtakanna. Starfsfólk og fulltrúar stjórnar tóku á móti forseta að félagsheimili samtakanna við Suðurgötu í Reykjavík. Rætt var um starfsemi samtakanna í gegnum tíðina, félagsstarfið og helstu málefni sem samtökin fást við í dag. Þá var rætt um leiðir til að styðja við frelsi og mannréttindi hinsegin fólks á Íslandi og á heimsvísu. Með heimsókninni var auk þess formlega staðfest að forseti tæki við kyndlinum af forvera sínum í embætti og gerðist verndari Samtakanna '78.
Í lok heimsóknar var forseta fært að gjöf fyrsta eintak af Hýrasta jóletrénu, en það er skrautmunur sem samtökin selja í fjáröflunarskyni fyrir jólin.
Sjá myndasafn frá heimsókn forseta til Samtakanna '78.
Sjá einnig pistil forseta: Hýrasta jólatréð á Bessastöðum.