• Forsetahjón skoða handritasýninguna í Eddu. Ljósmynd: Sigurður Stefán Jónsson
  • Forsetahjón skoða handritasýninguna í Eddu. Ljósmynd: Sigurður Stefán Jónsson
  • Forsetahjón skoða handritasýninguna í Eddu. Ljósmynd: Sigurður Stefán Jónsson
  • Forsetahjón skoða handritasýninguna í Eddu. Ljósmynd: Sigurður Stefán Jónsson
  • Forsetahjón skoða handritasýninguna í Eddu. Ljósmynd: Sigurður Stefán Jónsson
  • Forsetahjón skoða handritasýninguna í Eddu. Ljósmynd: Sigurður Stefán Jónsson
  • Forsetahjón skoða handritasýninguna í Eddu. Ljósmynd: Sigurður Stefán Jónsson
Fréttir | 01. des. 2024

Handritasýningin

Forsetahjón heimsækja handritasýninguna Heimur í orðum á fullveldisdaginn, 1. desember. Sýningin var opnuð í Eddu, húsi íslenskunnar, á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Þar gefst almenningi kostur á að sjá íslensku handritin sem geyma ómetanlegan menningararf þjóðarinnar.

Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, og Sigrún Kristjánsdóttir sýningarstjóri tóku á móti forsetahjónum og fræddu þau um handritin og framsetningu þeirra á sýningunni. 

Meðal handrita á sýningunni eru frægustu íslensku miðaldahandritin, Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók. Áhersla er lögð á ríkulegt innihald handritanna, bæði texta og myndir, þar sem líf, dauði, tilfinningar og trú, völd og heiður koma við sögu. Fjallað er um erlend áhrif á íslenska menningu á miðöldum og um íslenska tungu en einnig hvaða spor íslenskar fornbókmenntir hafa markað í útlöndum.

Sjá pistil forseta: Heimur í orðum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar