• Forseti afhendir Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands. Ljósmynd: Ruth Ásgeirsdóttir
  • Forseti afhendir Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands. Ljósmynd: Ruth Ásgeirsdóttir
  • Forseti afhendir Sigfúsi Sveinbirni Svanbergssyni Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands. Ljósmynd: Ruth Ásgeirsdóttir
  • Forseti afhendir Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands. Ljósmynd: Ruth Ásgeirsdóttir
  • Verðlaunahafar Múrbrjótsins 2024, ásamt forseta og formanni Þroskahjálpar. Ljósmynd: Víðir Björnsson.
  • Haukur Guðmundsson og Aileen Soffía Svensdóttir, handhafar Múrbrjótsins 2024, ásamt forseta. Ljósmynd: Víðir Björnsson.
  • Magnús Orri Arnarsson, handhafi Múrbrjótsins 2024, ásamt forseta. Ljósmynd: Víðir Björnsson.
Fréttir | 03. des. 2024

Alþjóðadagur fatlaðs fólks

Forseti tekur þátt í hátíðarviðburðum og afhendir tvenn verðlaun á alþjóðadegi fatlaðs fólks sem haldinn er árlega þann 3. desember. Í ávörpum sínum minnti forseti á mikilvægi kærleikans í mannlífinu og sagðist jafnframt vonast til þess að næsta ríkisstjórn haldi málaflokki fatlaðs fólks á lofti.

Sjá myndasafn frá þáttöku forseta í Alþjóðadegi fatlaðs fólks.

Hvatningarverðlaun ÖBÍ

Forseti Íslands er verndari hvatningarverðlauna Öryrkjabandalags Íslands sem veitt voru við hátíðlega athöfn á Grand hótel í Reykjavík. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að jafnrétti og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Handhafar verðlaunanna í ár eru tvær leiksýningar: „Fúsi, aldur og fyrri störf" og „Taktu flugið, beibí". Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson, oftast kallaður Fúsi, veitti verðlaunum viðtöku en hann er annar höfunda leikverksins, ásamt Agnari Jóni Egilssyni. Þá tók Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir á móti verðlaunum, en hún er höfundur „Taktu flugið, beibí". Einnig voru tilnefnd Dagbjört Andrésdóttir og leikskólinn Múlaborg, en upplýsingar um öll hin tilnefndu má finna á vefsíðu ÖBÍ.

Múrbrjóturinn 

Landssamtökin Þroskahjálp efna árlega til viðurkenningarathafnar í tengslum við alþjóðadag fatlaðs fólks. Forseti afhenti þar Múrbrjótinn, sem dregur nafn sitt af því að viðurkenningin er veitt þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks og stuðla þannig að því að það fái tækifæri til að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu og til að lifa eðlilegu lífi til jafns við aðra. Sjálfur verðlaunagripurinn er smíðaður á handverkstæðinu Ásgarði þar sem fólk með þroskahömlun starfar.

Múrbrjótar ársins 2024 eru annars vegar Magnús Orri Arnarsson, fyrir merkisárangur í starfi og í verkefnum framleiðslufyrirtækis síns MOA Production og hinsvegar þau Haukur Guðmundsson og Aileen Soffía Svensdóttir, fyrir hlaðvarpsþættina Mannréttindi fatlaðra sem eru um réttindabaráttu fatlaðs fólks og mikilvægi inngildingar í samfélaginu.

Nánar má lesa um störf þeirra á vefsíðu Þroskahjálpar.

Sjá einnig pistil forseta: Hátíðarviðburðir vegna alþjóðadags fatlaðs fólks.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar