• Forseti ásamt stjórn Rauða krossins á Íslandi á 100 ára afmælishátíð félagsins í Hörpu.
  • Forseti ávarpar 100 ára afmælishátíð Rauða kross Íslands í Hörpu. Ljósmynd: SIGÓSIG
  • Forseti ávarpar 100 ára afmælishátíð Rauða kross Íslands í Hörpu. Ljósmynd: SIGÓSIG
  • Forseti ávarpar 100 ára afmælishátíð Rauða kross Íslands í Hörpu. Ljósmynd: SIGÓSIG
  • Forseti ávarpar 100 ára afmælishátíð Rauða kross Íslands í Hörpu. Ljósmynd: SIGÓSIG
  • 100 ára afmælishátíð Rauða kross Íslands í Hörpu. Ljósmynd: SIGÓSIG
  • 100 ára afmælishátíð Rauða kross Íslands í Hörpu. Ljósmynd: SIGÓSIG
Fréttir | 10. des. 2024

Rauði krossinn á Íslandi 100 ára

Forseti flytur ávarp á afmælishátíð Rauða krossins á Íslandi sem fagnar 100 ára afmæli þann 10. desember. Af því tilefni stendur félagið fyrir fjölbreyttri dagskrá og á afmælisdaginn var efnt til hátíðar í Hörpu í Reykjavík með tónlist, erindum og veitingum.

Rauði krossinn á Íslandi var stofnaður árið 1924 vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á landinu en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þau sem lentu í áföllum. Enn í dag rekur Rauði krossinn öfluga starfsemi með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land og spanna verkefnin allt frá skyndihjálp og fræðslu til stuðnings við flóttafólk og neyðarviðbragða á alþjóðlegum vettvangi. 

Fyrsti forseti Rauða krossins á Íslandi varð fyrsti forseti Íslands

Í hátíðarávarpi sínu nefndi forseti að embætti forseta Íslands tengdist starfi Rauða krossins tryggðaböndum. „Fyrsti formaður Rauða krossins á Íslandi, Sveinn Björnsson, varð raunar ekki forseti fyrr en 20 árum eftir að hann kom að stofnun félagsins en við sem höfum gegnt því embætti síðan höfum öll getað kallað okkur verndara Rauða krossins á Íslandi. Eitt af mínum fyrstu verkum sem forseti var einmitt að taka boði félagsins um að gerast verndari þess. Ég þakka ykkur traustið.“

Þá nefndi forseti að flestöll ættum við einhverjar minningar tengdar Rauða krossinum. Margar þeirra væru tengdar gleðistundum en aðrar þrungnar sorg og áföllum, líkt og í snjóflóðunum mannskæðu á Vestfjörðum fyrir tæpum þremur áratugum. Þá tók Rauða kross fólk höndum saman um að hjálpa þeim sem upplifðu missi og vonleysi. Áfallahjálp, eða eins og þið kallið það, sálfélagslegur stuðningur, hefur síðan verið órjúfanlegur hluti af viðbragðskerfi landsins,“ sagði forseti og þakkaði einnig fyrir að fyrir tilstilli Rauða krossins hafi Íslendingar getað stutt við fólk og samfélög víða um heim í marga áratugi.

Ávarp forseta má lesa hér.

Sjá einnig pistil forseta: Takk fyrir að vera til staðar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar