Forseti tekur á móti fulltrúum Landssambands bakarameistara (LABAK) sem færa henni fyrsta eintakið af Köku ársins 2025 í tilefni af því að 30 ár eru liðin síðan fyrsta kaka ársins var valin. Í kjölfarið komst á sú venja að efna til árlegrar keppni meðal íslenskra bakara.
Hefð er fyrir því að afhenda fyrstu kökuna ár hvert konu, sem skarað hefur fram úr í þjóðlífinu, og hefja að því loknu söluna á konudaginn, sem er fyrsti dagur góu og ber upp í ár á sunnudaginn 23. febrúar. Fulltrúar stjórnar LABAK færðu forseta fyrsta eintakið, ásamt höfundi kökunnar. Það var Arnór Ingi Bergsson hjá Bakaranum á Ísafirði sem sigraði í keppninni í ár.
Kaka ársins 2025 er með frönskum súkkulaðibotni, rjómaostafrómas með bananabragði ásamt piparmyntu-ganache og hjúpuð mjólkursúkkulaði, en aðalhráefni kökunnar er íslensku rjómi.
Pistill forseta: Gleðilegan konudag!