• Ljósmynd: Rec Media
  • Ljósmynd: Rec Media
  • Ljósmynd: Rec Media
  • Ljósmynd: Rec Media
Fréttir | 22. feb. 2025

Hraunbúar 100 ára

Forsetahjón heimsækja skátafélagið Hraunbúa í Hafnarfirði á 100 ára afmæli félagsins og syngja skátasöngva við upphaf hátíðarkvöldvöku.

Hraunbúar eru eitt elsta skátafélag landsins, en það var stofnað þann 22. febrúar 1925 undir nafninu Skátafélag Hafnarfjarðar. Árið 1946 fengu Hraunbúar núverandi nafn sem hefur verið við lýði síðan. Félagið hefur verið leiðandi í skátahreyfingunni á Íslandi með óslitnu starfi í heila öld og var aldarafmælinu fagnað með hátíðardagskrá í skátaheimilinu Hraunbyrgi.

Forsetahjón voru gestir á samkomunni, ræddu við skáta á öllum aldri og tóku þátt í samsöng við upphaf hátíðarkvöldvöku þar sem sungnir voru skátasöngvar.

Pistill forseta: Aldarafmæli Hraunbúa.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar