Fréttir | 12. júní 2018

Eistneskur karlakór

Forseti tekur á móti Karlakór Tækniháskólans í Tallinn í Eistlandi. Kórinn er í söngför hér á landi og tók lagið fyrir forseta og gesti á Bessastöðum. Dagana 21.-22. júní heimsækja forsetahjónin Eistland og verða meðal annars við hátíðahöld í tilefni þess að í ár er liðin öld frá því að Eistlendingar lýstu yfir sjálfstæði – sem þeir endurheimtu eftir ok og kúgun frá seinni heimsstyrjöld árið 1991.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar