Fréttir | 24. maí 2018

Norrænir skjaladagar

Forseti setur Norræna skjaladaga sem nú eru haldnir á Íslandi. Þá ráðstefnu sækja ríkisskjalaverðir og annað starfslið skjalasafna á Norðurlöndum, samtals nær 400 manns. Forseti flutti opnunarávarp um mikilvægi skjalasafna fyrir sögulega vitund og skrásetningu liðinnar tíðar. Forseti nefndi sérstaklega nauðsyn þess að fólki sé tryggður aðgangur að skjölum og valdhafar fái ekki að stýra varðveislu og aðgengi eftir eigin hagsmunum eða geðþótta. Ávarp forseta má lesa hér á íslensku og dönsku.

Myndin sem sést hér ofar er tekin af Twitter reikningi ráðstefnunnar sem finna má undir #reykjaviknad2018. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar