Fréttir | 25. mars 2019

Evrópuráð múslima

Forseti á fund með fulltrúum Evrópuráðs múslima, European Muslim Forum, sem heimsækja Ísland. Á fundinum var m.a. rætt um gildi gagnkvæmrar virðingar og umburðarlyndis og það hvernig trúarbrögð geta stuðlað að friði í heiminum. Einnig var vikið að grundvallarmannréttindum, ekki síst trúfrelsi og jafnrétti kynjanna.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar