Fréttir | 07. okt. 2020

Forvarnardagurinn 2020

Forseti ávarpar unglinga í 9. bekk grunnskóla og á 1. ári framhaldsskóla í tilefni Forvarnardagsins 2020. Stutt ávarp forseta er í myndbandi sem sýnt er í flestum skólanna í dag sem sjá má hér. Þetta er í fimmtánda skipti sem efnt er til þessa viðburðar í skólum landsins og er verkefnið nú í höndum embættis landlæknis og samstarfsaðila. Forseti Íslands hefur komið að þessu verkefni frá upphafi.

Í ár er lögð sérstök áhersla á að vara unga fólkið við ofnotkun orkudrykkja en rannsóknir benda til að hún geti haft slæm áhrif á hjartað auk þess sem vel er þekkt að orkudrykkir hafa neikvæð áhrif á svefn. Forvarnardagurinn byggir meðal annars á könnunum frá Rannsóknum og greiningu og er sérstök vefsíða helguð deginum sem sjá má hér. Sjá má upplýsingar frá Matvælastofnun um neyslu orkudrykkja á Íslandi hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar