Fréttir | 09. mars 2021

Tunxis Community College

Eliza Reid forsetafrú ræðir við nemendur í Tunxis Community College í Connecticut, í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars og Women's History Month í Bandaríkjunum. Til umræðu var jafnrétti kynjanna. Að loknu erindi tók forsetafrú við ýmsum spurningum um stöðu jafnréttismála á Íslandi. Sökum heimsfaraldurs hefur kennsla við Tunxis Community College farið alfarið fram á netinu síðan í mars 2020.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar