Fréttir | 02. júlí 2021

Belarús

Forseti og forsetafrú sækja fyrirlestur Sviatlönu Tsikhanouskayu í Veröld í Reykjavík. Erindið nefndist Leiðin til lýðræðis og rakti Tsikhanouskaya sögu andófs og baráttu fyrir lýðræði í Belarús. Eiginmaður hennar situr í fangelsi þar og hún þurfti að flýja land með börnum þeirra, eftir forsetakosningar sem hún tók þátt í en niðurstöður voru ekki virtar. Íslensk stjórnvöld styðja kröfur um nýjar og frjálsar kosningar í Belarús, hvetja til þess að pólitískum föngum þar verði sleppt og látið verði af kúgun og ofbeldi í garð þeirra sem styðja ekki núverandi stjórnvöld.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar