Fréttir | 11. ágú. 2021

Ólympíufarar kvaddir

Forsetahjón taka á móti íslensku þátttakendunum á Paralympics í Tókýó, fylgdarliði þeirra og fulltrúum frá Íþróttasambandi fatlaðra á Bessastöðum og óska þeim velfarnaðar á komandi móti. Sex keppa fyrir Íslands hönd, þau Patrekur Andrés Axelsson og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir í frjálsum íþróttum, Róbert Ísak Jónsson, Már Gunnarsson og Thelma Björg Björnsdóttir í sundi og Arna Sigríður Albertsdóttir í handahjólreiðum. Hópurinn heldur til Japans í vikulok, en leikarnir standa frá 24. ágúst til 5. september.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar