• Ljósmyndir/Gunnar Vigfússon
Fréttir | 01. mars 2022

Sendiherra El Salvador

Forseti tekur á móti Patricia Godinez, sendiherra El Salvador, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um möguleika á auknu samstarfi ríkjanna í menntamálum. Einnig var rætt um samstarf Íslands og El Salvador á sviði orkunýtingar þar í landi. Nærri 50 nemendur frá El Salvador hafa stundað nám í jarðhitafræðum hér á landi. Forseti rakti sjónarmið Íslendinga á sviði umhverfisverndar, jafnréttis kynjanna og mannréttinda. Þá minnti hann á mikilvægi þess að alþjóðalög verði virt í hvívetna og ofbeldi ekki beitt í samskiptum ríkja.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar