• Menabde sendiherra og forseti Íslands á Bessaastöðum. Ljósmynd/Gunnar Vigfússon
Fréttir | 27. apr. 2022

Georgía

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Georgíu gagnvart Íslandi, Natela Menabde, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um samskipti ríkjanna í áranna rás, ekki síst atbeina Grígols Matsjavaríani, Georgíumanns sem settist hér að og þýddi bókmenntir beggja landa. Þá var rætt um möguleika á auknu samstarfi á sviði vatnsorkunýtingar. Einnig var rætt um innrás Rússlandshers í Úkraínu og nauðsyn samvinnu á alþjóðavettvangi gegn því ofbeldi og ofríki.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar