• Forseti ávarpar nemendur og kennara á morgunverðarfundi.
  • Dr. Jefferson Tester flytur ávarp forseta til heiðurs.
  • Patrick Stevens, aðalbókavörður Fiskesafnsins, sýnir forseta fágætar bækur ásamt öðrum starfsmönnum.
  • Ljósmynd frá 1879 þar sem Willard Fiske (vinstra megin) og Matthías Jochumsson sitja í fremstu röð.
  • Handrit eftir Pál Björnsson í Selárdal sem varðveitt er í Fiske-safninu.
  • Forseti ræðir við Elisabeth Simonin og Lorin Warnick um rannsóknir á ofnæmi í íslenskum hestum.
  • Bergdís Ellertsdóttir sendiherra og forseti ásamt starfsmönnum landbúnaðardeildar Cornell háskóla.
Fréttir | 11. nóv. 2022

Síðari dagurinn í Cornell

Á síðara degi heimsóknar sinnar til Cornell háskóla í New York sat forseti fyrst morgunverðarfund með hópi nemenda og starfsmanna og ræddi við þau um málefni tengd Íslandi. Þá var farið í Íslandsdeild bókasafns skólans sem kennd er við Íslandsvininn Willard Fiske og þar sýndi Patrick Stevens bókavörður úrval fágætra bóka og handrita úr safninu. Loks ræddi forseti við starfsfólk landbúnaðardeildar háskólans þar sem unnið er að rannsóknum á ofnæmi í íslenskum hestum í samstarfi við íslenska vísindamenn.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar