Fréttir | 25. nóv. 2022

Emanuelis Zingeris

Forseti tekur á móti Emanuelis Zingeris, þingmanni á Seimas, þjóðþingi Litháens. Meðal annars var rætt um innrás Rússlands í Úkraínu og fordæmingu Evrópuráðsins á því ofbeldi. Zingeris var í fremstu röð þegar Litháar börðust fyrir endurheimt sjálfstæðis á sínum tíma og kom fyrst hingað til lands árið 1990. Áður átti forseti fund með Zingeris árið 2018.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar