Fréttir | 07. ágú. 2023

Kveðja til íslenskra skáta

Forseti sendir Hörpu Ósk Valgeirsdóttur skátahöfðingja og íslenskum skátum á alheimsmótinu í Suður-Kóreu hlýjar kveðjur. Í skeyti sínu lýsti forseti þeirri von að hópnum muni ganga vel að komast í öruggt skjól áður en yfirvofandi ofsaveður á mótssvæðinu ytra brestur á. Þá nefndi forseti að í þeim hremmingum sem þar hafa dunið yfir að undanförnu hafi skátar nýtt sína þjálfun og kunnáttu til hins ítrasta. Að lokum óskaði forseti þeim góðrar heimferðar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar