Fréttir | 03. okt. 2023

Kvennaverkfall

Eliza Reid forsetafrú tekur þátt í boðun kvennaverkfalls 24. október. Þann dag verða 48 ár liðin frá Kvennafrídeginum 1975. Dagsins hefur oft verið minnst með því að konur leggi niður launuð störf hluta úr degi. Nú á að ganga lengra og vekja þar með athygli á því að atvinnutekjur kvenna eru enn lægri en karla og að fjórar af hverjum tíu konum verða fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Fulltrúar á fjórða tug samtaka kvenna, launafólks og hinsegin fólks kynnti aðgerðirnar á fréttamannafundi, forsetafrú þeirra á meðal.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar