• Ljósmyndir: María Kjartansdóttir @maria.kjartans
  • Ljósmyndir: María Kjartansdóttir @maria.kjartans
  • Ljósmyndir: María Kjartansdóttir @maria.kjartans
  • Ljósmyndir: María Kjartansdóttir @maria.kjartans
  • Ljósmyndir: María Kjartansdóttir @maria.kjartans
Fréttir | 13. nóv. 2023

Heimsþing kvenleiðtoga

Eliza Reid forsetafrú flytur ávarp á Heimsþingi kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum, sem haldið er í Hörpu í Reykjavík dagana 13.-14. nóvember. Forsetafrú flutti ávarp í lok dagskrár á opnunardegi þingsins. Að því loknu sat hún í pallborði sem fram fór í Háskóla Íslands í samvinnu við UN Women á Íslandi. Þar ræddu forsetafrú og bandaríska leikkonan og aðgerðasinninn Ashley Judd um aðgerðir til að uppræta kynbundið ofbeldi. Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður alþjóðasamtakanna Women Political Leaders, stýrði umræðum.

Áður höfðu forsetahjón boðið þátttakendum á Heimsþingi kvenleiðtoga til móttöku á Bessastöðum við upphaf þingsins.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar