• Ljósmynd: Borgarsögusafn Reykjavíkur.
  • Ljósmynd: Borgarsögusafn Reykjavíkur.
Fréttir | 20. júní 2024

Sumarsólstöðuganga

Forseti flytur ávarp á sumarsólstöðugöngu í Viðey. Ganga af þessu tagi hefur verið haldin ár hvert innan borgarmarkanna frá 1985, hin seinni ár undir forystu Þórs Jakobssonar veðurfræðings í samvinnu við Borgarsögusafn. Gengið hefur verið undir merkjum menningar, mannúðar og hamingju og hefur því einnig kallast „meðmælaganga“. Í máli sínu minnti forseti meðal annars á mikilvægi lýðheilsu í samfélaginu og forvirkra aðgerða á því sviði, eilífrar leitar mannfólks að hamingju og vellíðan og hvernig seigla, jafnaðargeð og æðruleysi geta skipt sköpum í þeim efnum. Þá ræddi forseti leiðir til að bæta lífsgæði ungmenna sem virðast mörg hver þjökuð af kvíða og jafnvel angist í snemmbæru lífsgæðakapphlaupi. Þá leiddi forseti fjöldasöng á völdum stöðum í Viðey. Þór Jakobsson flutti tölu og sama gerði Helga Maureen Gylfadóttir, deildarstjóri á Borgarsögusafni.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar