Fréttir | 25. júní 2024

Stofnun Leifs Eiríkssonar

Forseti tekur á móti styrkþegum og stjórn Stofnunar Leifs Eiríkssonar. Henni var komið á fót árið 2001 til að fjármagna samstarf í fræðum og vísindum milli Íslands og Bandaríkjanna. Ellefu íslenskir og bandarískir háskólanemar hljóta styrki fyrir næsta skólaár og nemur hver styrkur 3,5 milljónum króna. Íslensku styrkþegarnir halda brátt vestur um haf en þeir bandarísku eru flestir nú þegar komnir til Íslands og bauð forseti hópnum til móttöku á Bessastöðum, ásamt stjórn sjóðsins.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar