Fréttir | 26. júní 2024

Bandarískir kvenleiðtogar

Eliza Reid forsetafrú tekur á móti hópi kvenna frá Bandaríkjunum sem allar gegna leiðtogahlutverki á sínu sviði og heimsækja Ísland vegna verkefnisins Leadership Women International. Í gegnum verkefnið er árlega farið með hóp kvenna í ferð erlendis þar sem markmiðið er að kynna sér viðkomandi ríki, hitta þarlenda kvenleiðtoga og efla tengslanet sitt. Forsetafrú ræddi við hópinn um eigin reynslu af hlutverki forsetafrúar og störf sín á öðrum vettvangi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar