• Halldór Benóný Nellett og Sigurður Ásgrímsson færa forseta myndir af Sveini Björnssyni um borð í Ægi skömmu eftir lýðveldisstofnun sumarið 1944.
  • Halldór Benóný Nellett og Sigurður Ásgrímsson færa forseta myndir af Sveini Björnssyni um borð í Ægi skömmu eftir lýðveldisstofnun sumarið 1944.
  • Ljósmyndirnar eru enn í upprunalegum römmum og fá nú sinn sess á lofti Bessastaðastofu þar sem gestir forsetasetursins geta notið þeirra.
  • Ljósmynd af Sveini Björnssyni, fyrsta forseta lýðveldisins, ásamt áhöfn Ægis um borð í varðskipinu í ágúst 1944.
  • Halldór Benóný Nellett, Sigurður Ásgrímsson og Árni Sæberg ásamt forseta í bókhlöðu Bessastaða.
Fréttir | 26. júní 2024

Ferð forseta með Ægi 1944

Forseti tekur á móti fulltrúum úr Öldungaráði Landhelgisgæslunnar og fær afhendar tvær ljósmyndir. Myndirnar eru frá opinberri heimsókn Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins, um landið sumarið 1944. Sveinn ferðaðist þá með varðskipinu Ægi umhverfis landið og var fyrsti forsetabíllinn, Packard af árgerð 1942, með um borð í skipinu.

Halldór Benóný Nellett, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, og Sigurður Ásgrímsson, fyrrverandi yfirmaður sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar, færðu forsetaembættinu myndirnar að gjöf. Þær voru á sínum tíma rammaðar inn og voru um borð í nýja varðskipinu Ægi frá 1968-2022, þegar skipið var tekið úr þjónustu gæslunnar.

Á annarri myndinni er Sveinn Björnsson forseti með allri áhöfn varðskipsins og er myndin árituð af Sveini. Á bakhlið myndarinnar má sjá nöfn allra úr áhöfn og er þar merkt við þá sem látnir voru árið 1974, af Guðmundi Kjærnested skipherra. Hin myndin er af Sveini forseta með skipherranum Jóhanni P. Jónssyni í umræddri hringferð um andið, einnig undirrituð af Sveini.

Ljósmyndirnar eru enn í upprunalegum römmum og fá nú sinn sess á lofti Bessastaðastofu þar sem gestir forsetasetursins geta notið þeirra.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar