Fréttir | 26. júní 2024

Hlutverk verndara

Eliza Reid forsetafrú tekur á móti fulltrúum félagasamtaka sem hún hefur verið verndari fyrir. Það eru Alzheimerssamtökin, Eyrrósin, Ferskir vindar, Félag sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Íslenska kokkalandsliðið, Pieta Ísland, Samtök lungasjúklinga og Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þá hefur Eliza verið velgjörðarsendiherra SOS barnaþorpa á Íslandi.

Forsetafrú þakkaði samtökunum fyrir að fela henni hlutverk verndara undanfarin ár og færði þeim jafnframt þakkir fyrir ósérhlífið starf í þágu góðra málefna.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar