Fréttir | 26. júní 2024

Lýðveldistré á Brekkuborg

Forseti heimsækir leikskólann Brekkuborg í Grafarvogi og aðstoðar börnin við að gróðursetja birkitré á skólalóðinni í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins. Á leikskólanum eru nú þemadagar þar sem börnin fræðast um Ísland og alla forseta lýðveldisins með stuðningi kennslubókarinnar Ísland landið okkar eftir Þóru Kristinsdóttur.

Að gróðursetningu lokinni bauð starfsfólk leikskólans forseta upp á köku í tilefni af afmælisdegi hans þann 26. júní.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar